Glycemic Index (GI) eða sykurstuðull var skilgreindur af Dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki (1). Þetta er töluleg stærð sem lýsir því hvernig áhrif mismunandi gerðir kolvetna hafa á blóðsykur. Sykurstuðull lýsir í raun hversu hratt 50 g af tiltekinni fæðu umbreytist í sykur (glúkósa) (2).
Sykurstuðull mælir áhrif tiltekinnar fæðu á blóðsykur. Fæða með háan sykurstuðul veldur hraðri og mikilli hækkun á blóðsykri á meðan fæða með lágan sykurstuðul veldur minni og hægari hækkun á blóðsykri.
Sykurstuðull er gagnlegt mæliatæki til að lýsa mismunandi áhrifum kolvetna á blóðsykur. Almennt er talið að fæða með lágan sykurstuðul sé hollari en fæða með háan sykurstuðul. Mataræði sem leggur áherslu á fæðu með lágan sykurstuðul getur lækkað hættuna á sykursýki af tegund 2 og bætt sykurstjórnun hjá þeim sem hafa sykursýki (4). Fæða með lágan sykurstuðul er líklegri til að hækka HDL-kólesteról ("góða kólesterólið") og getur jafnvel dregið úr hættu á hjartaáföllum (5). Rannsóknir benda einnig til þess að mataræði sem samanstendur af lítilli fitu og miklum kolvetnum til að minnka offitu sé gagnlegra ef það innheldur kolvetni með lágan sykurstuðul (6).
References:
1) DJ Jenkins et al. "Glycemic index of foods: a physiological basis for carbohydrate exchange." Am J Clin Nutr 1981; 34; 362–366.
2) Insel P, Ross D, McMahon, Bernstein M. Nutrition, Fourth Edition, Jones and Bartlett Publishers 2011, p. 162 - 163.
3) Foster-Powell K, Holt SHA, Brand-Miller JC. International table of glycemic index and glycemic load values 2002 Am J Clin Nutr; 2002;76:5-56.
4) Willet W, Manson J, Liu S. Glycemic Index, glycemic load, and risk of type 2 diabetes. Am J Clin Nutr 2002;76(suppl):267S-280S.
5) Leeds AR. Glycemic index and heart disease. Am J Clin Nutr 2002;76(suppl)286S-289S.
6) Pawlak DB, Ebbeling CB, Ludwig DS. Should obese patients be counseled to follow a low-glycemic index diet? Yes. Obes Rev 2002;3:235-243.