Lýðheilsuáhrif reglulegra göngutúra
Enn á ný hafa vísindamenn sýnt fram á hversu auðvelt er að bæta heilsuna. Svo virðist sem hægt sé að gera það án lyfja, fæðubótarefna og annarra hjálpartækja. Nýjar rannsóknarniðurstöður sem birtar voru í tímaritinu American Journal of Preventive Medicine sýna að reglulegir, jafnvel stuttir, göngutúrar tengjast langlífi. Skoðuð voru gögn 62 þúsund karla og 77 þúsund kvenna sem tóku þátt i faraldsfræðilegri rannsókn í Bandaríkjunum. Meðalaldur karlanna ... lesa meira
Offita er ástand sem einkennist af uppsöfnun á fitu og aukinni líkamsþyngd. Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að fylgni er á milli offitu og ýmissa langvinnra sjúkdóma auk þess sem offita hefur í för með sér skertar lífslíkur. Offita er gjarnan skilgreind sem ... lesa meira
Síðustu mánuði hef ég fengið tækifæri til að halda fyrirlestra á nokkrum ráðstefnum og málþingum um tengsl mataræðis og heilsu. Mér til mikillar ánægju hafa þessi mannamót verið afar vel sótt. Þetta endsurspeglar mikinn áhuga fólks á forvörnum og mikilvægi heilbrigðs lífernis til að viðhalda góðri heilsu og draga úr líkum á sjúkdómum... lesa meira
Ef þú lætur mæla blóðfiturnar þínar er leikur einn að reikna út "non-HDL-kólesteról". Þetta gildi segir oft meira um hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum en hefðbundin gildi eins og heildarkólesteról eða hið svokallaða "vonda" kólesteról.
Þrátt fyrir þetta sýndi nýleg bandarísk rannsókn að þar í landi kunna 44 prósent lækna ekki að reikna ... lesa meira
Heilsa okkar og líðan er að miklu leyti háð athöfnum okkar og lífsstíl. Oftast er ekki flókið að grípa til aðgerða sem bæta heilsuna og draga úr líkum á sjúkdómum. Fyrsta skrefið er að átta sig á því að lífsstíllinn skiptir máli og að trúa því að við einfaldar athafnir geti skipt sköpum fyrir heilsu okkar.
Oft ræði ég við fólk um mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir heilsuna. Stundum rek ég mig á að fólk áttar sig ekki á mikilægi líkamsræktar fyrir andlega og líkamlega líðan. Sumir telja jafnvel …. lesa meira
Kransæðastífla, lambakjöt og smjör
Mikil umræða um mataræði hefur átt sér stað meðal lækna og annarra sérfræðinga undanfarið. Þá hefur áhugi almennings á heilbrigðum líffstíl verið áberandi og skilningur á þýðingu mataræðis fyrir heilsu og vellíðan fer vaxandi. Næringarfræðingar, læknar og annað fágfólk tjáir sig í auknum mæli í fjölmiðlum og miðlar þar með af þekkingu sinni um þetta mikilvæga málefni.
Nýlega birtist áhugaverð grein í Morgunblaðinu eftir Gunnar Sigurðsson lækni og Laufeyju Steingrímsdóttur næringarfræðing þar sem….. lesa meira
Bólguvaldandi mataræði og þunglyndi hjá konum
Talið er að 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sjúkdómurinn er því býsna algengur hér á landi. Fleiri konur glíma við þunglyndi en karlar. Í Bandaríkjunum er talið að fimmta hver kona þjáist af þunglyndi einhvern tíman á lífsleiðinni. Sjúkdómnum fylgja skert lífsgæði, minnkaðar lífslíkur og aukin hætta á öðrum sjúkdómum, þar á meðal eru hjarta-og æðasjúkdómur, sykursýki og …… lesa meira
Hvað eigum við að borða hjartað mitt?
Það er óumdeilt að það sem við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar og líðan. Jafnvel er líklegt að þáttur mataræðis sé vanmetinn þegar kemur að heilsu og forvörnum. Þegar gefa þarf ráðleggingar um mataræði vandast málið hins vegar því næringarfræði er umfangsmikil og margsnúin fræðigrein og rannsóknir á mataræði og áhrifum þess eru vandasamar. Þess vegna eru fræðimenn ekki alltaf sammála um hvað sé best að borða til að forðast ….. lesa meira
Offita. Einfalt mál eða dularfull ráðgáta?
Á skömmum tíma hefur gríðarleg aukning orðið á tíðni offitu um allan heim. Þessu fylgir mikil aukning á langvinnum sjúkdómum af ýmsu tagi, sykursýki af tegund 2, hjarta-og æðasjúkdómum og Alzheimer sjúkdómi. Sérfræðingar eru agndofa og ráðvilltir enda erfitt að finna einfaldar eða einhlítar skýringar á …. lesa meira
Sléttfull matskeið af sykri gerir meðalið svo gott...
Við höfum næstum óendanlega valkosti þegar kemur að því að velja það sem við leggjum okkur til munns. Við getum borðið afurðir bæði úr jurta-og dýraríkinu, fisk, kjöt, ávexti, grænmeti, ferskar matvörur, unnar matvörur, brauð, súkkulaði, egg, fitu eða sykur. Valið er endalaust. Meltingarfæri okkar eru fjölhæf og sýna ótrúlega getu til að bregðast við ýmsum óvæntum gestum. Við erum ekki eins og risaeðlurnar forðum daga sem annað hvort voru kjötætur eða jurtaætur. Maðurinn…..lesa meira
Lágkolvetnamataræði er vinsælt fréttaefni um þessar mundir og var tekið til sérstakrar umfjöllunar í sjónvarpsfréttum RUV fyrr í kvöld. Margir sérfræðingar hér á landi telja sérstaka ástæðu til að vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað samfara vaxandi vinsældum þessa mataræðis. Áður hafa sænskir sérfræðingar bent á að lágkolvetnamataræði sé ógn við lýðheilsu í Svíþjóð…. lesa meira
Heilabilun er ekki sjúkdómur, heldur hugtak sem notað er yfir vitræna skerðingu sem er svo mikil að hún hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Lífsgæði eru oft á tíðum verulega skert og ástandið getur haft mikil áhrif á umhverfi sjúklingsins, fjölskyldu og vini. Batalíkur eru oftast litlar, meðferðarmöguleikar fáir og horfur slæmar…. lesa meira
Flestir vita að lífsstíll okkar getur skipt sköpum þegar kemur að heilsu og sjúkdómum. Þessi vitneskja hefur þó fram að þessu ekki dugað til því tíðni offitu og sjúkdóma sem rekja má til óheppilegs lífsstíls fer vaxandi. Offita, efnaskiptavilla, og sykursýki af tegund 2 eru stór lýðheilsuvandamál víða um heim og er Ísland þar …. lesa meira
Nú líður senn að árlegu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Fyrir mörg okkar er þetta stór dagur. Oft á tíðum hefur undirbúningur staðið mánuðum saman. Lykillinn að árangri er oftast í réttu hlutfalli við magn og gæði þjálfunar. Þá getur rétt mataræði skipt sköpum fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn, ekki síst þegar nær dregur keppni.
Kolvetni eru oftast lykilorkugjafi fyrir íþróttamenn og á þetta sérstaklega við um þá sem stunda þolíþróttir. Sérfræðingar mæla yfirleitt með ríkulegri kolvetnaneyslu samfara þjálfun. Mikil kolvetnaneysla stækkar orkuforða líkamans og eykur þol. Við ástundun íþrótta sem reyna á úthald er mælt með því að 60% daglegra hitaeininga séu í formi …. lesa meira
Er lágkolvetnamataræði varasamt?
Það líður vart sá dagur að ég sé ekki spurður af mínum skjólstæðingum, hvort ég telji að rangt eða rétt að þeir prófi lágkolvetnamataræði. Nýlega spurði mig kona á fertugsaldri sem var í mjög eðlilegum holdum og dugleg í líkamsrækt hvort ég teldi að lágkolvetnamataræði myndi henta henni. Þessi unga kona kom til mín ásamt föður sínum sem hafði glímt við hjartasjúkdóm um árabil.
- Hvers vegna viltu fara á lágkolvetnamataræði, spurði ég.
- Það eru allir í vinnunni að prófa þetta. Líður rosalega vel og kílóin …. lesa meira
Roseto er bær í austurhluta Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þar settust ítalskir innflytjendur að á síðari hluta nítjándu aldar. Aðstæður gerðu það að verkum að Roseto búar einangruðu sig nokkuð frá nálægum samfélögum þar sem aðallega bjó fólk af engilsaxneskum uppruna.
Á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði í Roseto læknir að nafni Benjamin Falcone. Hann vakti athygli starfsbræðra sinna á því ….. lesa meira
Streita og hjartasjúkdómar - Hvað er streita?
Flestum er ljóst að lífsstíll okkar getur haft mótandi áhrif á heilsuna. Í þessu felast ýmis tækifæri til að auka vellíðan og draga úr líkum á sjúkdómum. Það er í okkar höndum hvað og hversu mikið við borðum, hvort við hreyfum okkur, hvort við reykjum, og hvort og hvernig við notum áfengi. Ýmsum öðrum lífstílsþáttum er þó erfiðara að stýra. Gott dæmi um þetta er streita. Þó er streita sannarlega oft meiri áhrifavaldur á líf okkar og heilsu en við gerum okkur grein fyrir.
Ég tel afar mikilvægt að skilja eðli streitu og einkenni hennar. Það er forsenda þess að við getum tekist á við vandann. Efnið er hins vegar flókið og of umfangsmikið til að unnt sé að fjalla um það í einni stuttri grein. Ekki vil ég heldur þreyta lesendur með löngum ritgerðum. Því mun ég skipta umfjöllun minni um tengsl streitu við hjarta-og æðasjúkdóma í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum…. lesa meira
Fastað með hléum - 5:2 aðferðin
Á mánudögum og fimmtudögum borðar Michael Mosley morgunverð sem samanstendur af tveimur eggjum og skinkubita. Það sem eftir er dags drekkur hann mikið vatn, te og svart kaffi. Hann borðar ekkert í hádeginu. Um kvöldmatarleitið fær hann sér vænan skammt af grænmeti og lítinn bita af silungi. Meira lætur hann ekki ofan í sig þessa tvö daga vikunnar. Þetta kallar hann …. lesa meira